Chelsea vs Liverpool - fyrsti stórleikur ársins!
- Jóhann Már Helgason
- Jan 1, 2022
- 3 min read
Keppni: Enska úrvalsdeildin
Dag- og tímasetning: Sunnudagur 2. janúar 2021. Kl. 16:30
Leikvangur: Stamford Bridge
Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport.
Upphitn eftir Hafstein Árnason

Það gengur á ýmsu þessa dagana hjá Chelsea Football Club. Eftir dapran leik geng Brighton á heimaveli í síðustu umferð er óhætt að segja við vorum heppnir að halda stiginu. Liðið af suðurströndinni hefði auðveldlega getað farið með sigur af hólmi. Í leiknum meiddust Reece James og Andreas Christensen. Sá danski meiddist í baki og verður frá í nokkrar vikur. Meiðslin hjá Reece James eru töluvert alvarlegri, en hann reif vöðva aftan í læri, sem þýðir líklega 6-10 vikur – skv. okkar heimildum. Staðan er þá þannig að byrjunarliðsbakverðinir eru frá út tímabilið. Lucas Digne er sterklega orðaður við okkur, eins og kom fram í síðasta pistli, en það sem styrkir þá trú, er að Everton voru að versla vinstri bakvörð frá Dynamo Kiev. Það rennir stoðum undir þær sögusagnir að Digne sé að fara frá Bítlaborginni.
Það sem er einnig á borðinu er að Emerson verði afturkallður úr láni frá Lyon og það hefur einnig borist til tals að Dujon Sterling, annar akademíuleikmaður sem er í láni hjá Blackpool verði afturkallaður í láni þaðan til að fylla upp í skarð Reece James. Meiðslalistinn er því núna ásamt áðurnefndum leikmönnum, Thiago Silva, Ben Chilwell, Ruben Loftus-Cheek og Lewis Baker ennþá skráður covid smitaður.
En hremmingum okkar var ekki lokið þarna. Romelu Lukaku ákvað að henda í eitt drottiningarviðtal við Sky Sport Italia. Þetta viðtal var reyndar tekið upp fyrir nokkrum vikum, líklega rétt eftir West Ham leikinn. Út frá PR sjónarmiðum er óhætt að fullyrða að þetta sé algjört slys. Líklega á calíberi við Andrew Bretaprins tafsandi um hvað hann svitni ekki. Markmið Lukaku var að fegra ímynd sína gagnvart stuðningsmönnum Inter. Hann virtist ekki gera sér grein fyrir því hvernig þetta myndi líta út fyrir hans eigin ímynd gagnvart stuðningsmönnum Chelsea. Sannkallað „amateur hour“. Versti punkturinn sem kom fram í þessu viðtali er meint ósætti við Thomas Tuchel um leikkerfið sem er spilað. Það er ekki hægt að túlka það öðruvísi að Lukaku sé ekki hrifinn af 3-4-3. Honum gekk talsvert betur hjá Inter í 3-5-2, sem er undirritaður er einnig hrifinn af. Við getum aðeins vonað að þessi uppákoma verði tjóðruð í klefanum.
Thomas Tuchel var furðulostinn en samt ósáttur við þetta. Allir hinir punktarnir sem komu fram í viðtalinu sem vert er að nefna, er ósk hans um að spila aftur fyrir Inter. Annað sem kom spánskt fyrir sjónir er að brottför Lukaku var einnig háð nýjum samningi sem hann óskaði eftir tímabilið. Eins og allir ættu að vita eru Inter í töluverðum fjárhagsvandræðm og gátu þar af leiðandi ekki veitt honum nýjan samning. Það var víst ein aðal ástæðan afhverju Lukaku ákvað að fara til okkar. Dollar dollar bill ya‘ll. Það sér þó ekki fyrir endan á þessari vitleysu enn sem komið er en við skulum vona að það fjari hratt undan því. Framundan er einn stærsti leikur tímabilsins gegn Liverpool.
Spá með byrjunarlið er að Heimakletturinn verði í markinu. Miðverðirnir verða Rüdiger, Chalobah og Azpilicueta. Marcos Alonso vinstri vængbakvörður og Callum Hudson Odoi í hægri. Jorginho og N‘Golo Kante spila á miðjunni. Framlínan verður svo Kai Havertz, Romelu Lukaku og Mason Mount.

Liverpool
Hjá Liverpool er staðan heldur steikt. Omicron vægir engu og er núna búið að kippa Jurgen Klopp útúr leiknum. Sagt er að Allison, Bobby Firmino og Naby Keita séu leikmennirnir sem smituðust í vikunni. Þar fyrir utan eru Divock Origi, Harvey Elliot, Nathaniel Phillips, Adrian, Minamino og Thiago á meiðslalistanum. Andy Robertson tekur út leikbann. Það er aldeilis skörðin. Við gerum ráð fyrir að Kelleher verði í markinu. Varnarlínan verður Tsmikas, Van Dijk, Matip og Trent Alexander Arnold. Miðjuna skipa Oxlade Chamberlain, Fabinho og Henderson. Framlínan verður því Mané, Jota og Salah.
Þetta verður vafalaust skrítinn leikur, með dómara sem bæði liðin hafa mikla andúð á.

Spá
Undirritaður spáir því að leikar endi 1-1. Lukaku auðvitað með markið.
Comments