top of page
Search

Chelsea vs Brighton & Hove Albion – síðasti leikur ársins!

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Miðvikudagurinn 29. desember 2021. Kl. 19:30

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport.

Upphitun eftir; Hafstein Árnason


Eftir ágætan endurkomusigur gegn Aston Villa um síðastliðna helgi, er komið að því að fá Brighton í heimsókn. Þetta er því síðasta liðið úr “fyrri umferðinni” sem við mætum. Síðast þegar Brighton kom í heimsókn, á 2020-21 tímabilinu, endaði með markalausu jafntefli. Miðað við allt sem hefur á gengið á undanförnum vikum, er ekki ólíklegt ða það verði aftur niðurstaðan. Síðan Ben Chilwell meiddist gegn Juventus í nóvember hefur sóknarleikurinn verið í bölvuðu brasi. Hæfileikamunurinn á Chilwell og öðrum leikmönnum í vinstri vængbakvarðarstöðunni hefur reynst of mikill. Broddurinn hefur nánast farið úr sóknarleiknum, þar sem andstæðingar eiga auðveldara með að verjast árásum liðsins. Meiðsla- og covidkrísan hefur engu bætt, nema tómum vandræðum, en við fengum þó að sjá fleiri stráka úr akademíunni í bikarleiknum gegn Brentford. Varðandi meiðslin, þá fengum við slæmar fréttir í dag. Nú er það alveg staðfest að Ben Chilwell þurfi á aðgerð að halda. Vonir stóðu til að liðbandið í hnénu myndi græða um heilt og hann myndi snúa í janúar, en það varð endanlega ljóst í dag, að svo verði ekki. Hann verður því ekki með fyrr en í fyrsta lagi á næstu leiktíð samkvæmt björtustu vonum. Fréttamenn m.a. Alfredo Pedullá hjá Gazzettunni á Ítalíu, hefur sagt að Chelsea ætli sér að bjóða í Lucas Digne, vinstri bakvörð Everton, ásamt Inter og Napoli. Lucas Digne er ekki í náðinni hjá Rafael Benítez, (einnig þekktum sem Benna Kleinuhring hjá okkur á ristjórn CFC.is). Það sem er snúið í stöðunni með Digne, er að Everton eru alveg til í að lána Digne til skamms tíma, og það virðist henta ítölsku klúbbunum, enda vitum við að staða Benítez er mjög tæp. Fabrizio Romano, hinn mikli slúðurskúbbari, hefur sagt að stjórn Chelsea séu að skoða Digne sem fyrsta valkost, en séu einnig að íhuga Sergino Dest hjá Barcelona (sem er reyndar hægri bakvörður, en getur spilað vinstri) og Nicolás Tagliafico hjá Ajax. Plan B skv. Romano, er að kalla leikmenn úr láni, og þar koma til greina Emerson Palmieri sem hefur reynslu með aðalliðinu, og vann evrópumótið með Ítalíu í sumar. Hann er á láni hjá Lyon í Frakklandi. Hinn valkosturinn, er akademíustrákurinn Ian Maatsen. Sá er hollenskur og leikur með Coventry í Championship deildinni. Af því sem gæti gerst í janúar glugganum, eru alveg yfirgnæfandi líkur á því að liðið sæki sér vinstri bakvörð, til að hlaupa í skarðið fyrir Chilwell.

Varðandi önnur forföll, þá hefur til allrar hamingju Covid 19 ekki dreift frekar úr sér. Lewis Baker er sá eini sem er ennþá forfallaður vegna veirunnar, en bæði Timo Werner og Kai Havertz eru byrjaðir að æfa með liðinu. N‘Golo Kante var beinlínis ýtt alltof snemma í leiki vegna meiðslakrísunnar, meiddist í leiknum gegn Aston Villa, en hann var þó með á æfingunni í kvöld. Hann er að spila í gengum sársauka, eftir því sem við skiljum málið. Hann þyrfti sannarlega hvíld. NG var ekki sá eini sem meiddist gegn Aston Villa, en Thiago Silva, einnig þekktur sem Faðir vor, er meiddur aftan í læri, og líklega frá í nokkrar vikur. Ruben Loftus Cheek er einnig mjög tæpur fyrir leikinn og óvíst með hans þátttöku.


Thomas Tuchel sagði eftir leikinn gegn Aston Villa, þar sem hann var gríðarlega ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik, að það var með ráðum gert að hafa Lukaku ekki í byjrunarliðinu vegna Covid19. Það er því staðfest frá honum, að Covid19 er að valda því að Lukaku sé ekki að byrja leikina. Það er því nokkuð ljóst að það mun taka tíma að koma mönnum í sitt allra besta stand – en ljóst er að Christian Pulsic getur ekki valdið því hlutverki að spila sem framherji eða fölsk nía.


Að giska á byrjunarliðið er því nokkuð snúið, en við skulum gefa okkur það að Eduoard Mendy verði í markinu. Þriggja manna varnarlína verður líklega frá vinstri til hægri, Antonio Rüdiger, Andreas Christensen og Cæsar Azpilicueta. Hægri vængbakvörður verður Reece James, en sá vinstri – haldið ykkur nú, það verður Christian Pulisic. Breytingin gegn Villa með því að færa hann í hægri vængbakvörð vegna annara meiðsla reyndist jákvætt þannig að við erum djarfir í okkar spámennsku með því að segja að Pulisic verði vinstri vængbakvörður og Callum Hudson Odoi verði vinstri kantmaður. Þeir tveir, eiga því að valda okkar fyrrverandi leikmanni, hægri bakverðinum Tariq Lamptey, talsverðum vandræðum. Miðjumennirnir hljóta að vera Jorginho og Mateo Kovacic. Hægri kanturinn verður að sjálfsögðu Mason Money Mount, og ég held við neyðumst til að byrja með Romelu Lukaku sem framherja – en ættum að eiga Kai og Timo á bekk ef tankurinn tæmist skyndilega á Big Rom.Brighton

Brighton hafa nú ekki spilað mikið upp á síðkastið, en eiga samt í töluverðum vandræðum með covid veikindi og meiðsli. Einn þeirra besti leikmaður Leandro Trossard, er tæpur fyrir leikinn. Þar fyrir utan vantar aðal miðverðina, Lewis Dunk og Shane Duffy. Jeremy Sarmiento er einnig meiddur og Joel Veltman er tæpur fyrir leikinn. Jason Steele og Jurgen Locadia eru svo fjarverandi vegna covid 19. Þar fyrir utan eru allir leikmenn með og ættu að býsna sprækir eftir lítið leikjaálag


Við reiknm með að Brighton stilli í 4-3-1-2 með Robert Sanchez í markinu, Marc Cucurella í vinstri bakvörð, Tariq Lamptey í hægri bakvörð. Miðverðir verða Daniel Burn og Adam Webster. Enock Mwepu, Adam Lallana og Yves Bissouma verða á miðjunni. Alexis MacAllister verður í holunni fyrir aftan Neal Maupay og Danny Welbeck.Spá

Við spáum því að þetta verði þungur og erfiður leikur, en við förum með 2-0 sigur af hólmi, með mörkum frá Callum Hudson Odoi og Romelu Lukaku. Það eru þó allar líkur á því að þetta verði þungur og erfiður leikur, og mörkin koma líklega seint.


Comments


bottom of page