top of page
Search

Chelsea-ManCity í FA bikar

Keppni:  FA bikarinn

Tími, dagsetning:    Laugardagur 20. apríl kl: 16:15

Leikvangur:   Wembley, London

Dómari: Michael Oliver

Hvar sýndur:  Stöð 2 Sport 2

Upphitun eftir: Hafsteinn ÁrnasonGreinarhöfundur var mjög efins um góða frammistöðu fyrir leikinn gegn Everton, en maður lifandi. Liðið ákvað að hlaða í sennilega bestu frammistöðuna. Liðið hélt líka hreinu sem hefur ekki gerst síðan í janúar. Cole Palmer átti frammistöðu lífs síns og fékk m.a. hæstu einkunn frá Matt Law í Daily Telegraph. Í fyrri hálfleik skoraði hann fullkomna þrennu, með hægri, vinstri og skalla. Nicholas Jackson skoraði fjórða markið sem var afar glæsilegt. Móttakan á boltanum minnti hreinlega á Dimitar Berbatov og Dennis Bergkamp. Það er óhætt að segja að Nicholas Jackson er að standast væntingar þetta tímabilið. Hann er kominn með 10 mörk sem vel að merkja var markatotalið hjá Didier Drogba á sínu fyrsta tímabili með Chelsea. Jackson er þó aðeins undir xG tölunnni sinni sem er 13,9. Munum að hann er aðeins 22 ára og byrjaði að nota takkaskó fyrir sirka sex árum í heimalandinu. Hann byrjaði líka að spila framherjastöðuna fyrir ári síðan hjá Villareal. Hann er ofboðslega hrár talent, en smátt og smátt er þetta að koma hjá honum. Það sem er skemmtilegt hjá honum, er að hann hefur verið með 9 gul spjöld á sér síðan 13. febrúar. Mörg spjaldanna voru heimskuleg en hann hefur haldið þessum aga með 10. spjaldið. Það spjald mun setja hann í tveggja leikja bann.

Honum er greinilega mjög umhugað um markatöluna sína, þar sem hann heimtaði að taka vítaspyrnuna sem dæmd var á Everton í seinni hálfleik. Fólk getur sagt hvað sem er um það atvik. Að mínu mati var það frábært að Cole Palmer skyldi standa fastur á sínu. Að Nicholas Jackson og Noni Madueke séu svona gráðugir í mörk og að Conor Gallagher skyldi sinna sínum skyldum sem fyrirliði með því að reka þá burt. Cole Palmer skoraði öruggulega úr vítaspyrnunnni sinni. Hann hefur skorað níu sinnum í níu tilraunum, einu marki frá meti Frank Lampard sem voru 10 mörk úr vítaspyrnum tímabilið 2009-10. Seint í leiknum komu svo Cesare Casadei og Alfie Gilchrist inn á. Síðasta markið kom einmitt þar sem Ben Chilwell sendi boltann fyrir. Boltinn sveif framhjá Casadei, Pickford blakaði honum frá, en Alfie litli Gilchrist fékk nægan tíma til að negla boltanum í netið með hægri. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Chelsea og fagnaðarlætin í honum þegar hann hljóp í átt að stuðningsmönnum hjá hornfána voru svo ósvikin og innileg. Það var augljóst að þetta skipti miklu máli fyrir krakkann úr Cobham. Hreint út sagt frábær frammistaða hjá öllu liðinu og verulega ánægjuleg úrslit gegn liði sem hefur strítt okkur ansi mikið í gengum árin.Framundan er leikur í dag á Wembley gegn Manchester City í undanúrslitum FA bikarins. Manchester City koma í þennan leik sennilega eitthvað þreyttir eftir 120 mínútna baráttu við Real Madrid í meistaradeildinni þar sem liðið datt út. Það má segja að City liðið datt pínu ósanngjarnt út, en við þekkjum það vel að mæta Real Madrid í meistaradeildinni. Þetta lið er skrímsli í þeirri deild. Hvort það hefur einhver neikvæð áhrif á City liðið verður að koma í ljós. Erling Haaland og Manuel Akanji eru tæpir fyrir leikinn með vöðvatognanir. Báðir leikmennirnir báðu um skiptingar í leiknum við Real Madrid. Kevin De Bruyne var alveg bensínlaus í leiknum og það myndi ekki koma manni á óvart ef hann myndi byrja á bekknum í þessum leik.


Hvað Chelsea snertir, þá eru "the usual suspects" ennþá meiddir. Sanchez, Lavia, Fofana, Reece James ...jájá við búumst varla við þeim. En samkvæmt okkar bestu upplýsingum, þá virðist alltaf lengra í Levi Colwill, Lesley Ugochukwue og Christopher Nkunku. Hann er þó byrjaður að æfa með liðinu sem eru ákveðin batamerki. Enzo Fernandez og Raheem Sterling eru einnig komnir á fullt með liðinu, en líkast til er það óvissa hvort þeir byrji leikinn þar sem Enzo er að jafna sig af meiðslum og Raheem af magakveisu sem hélt honum frá í heila viku. Axel Disasi er einnig sagður tæpur fyrir leikinn en maður myndi reikna með honum í hóp. Það er spurning hvernig Pochettino myndi stilla upp liðinu en í svona leikjum er heppilegra að hafa leikreynda men. Thiago Silva verður að byrja þennan leik og ætli það sé ekki okkar skásta miðvarðapar að hafa hann og Vott Chalobah saman í miðvörðum. Sérstaklega í ljósi þess að þeir héldu markinu hreinu gegn Everton. Moises Caicedo verður klárlega þar sme hann hefur verið að spila betur og betur. Hann var sérstaklega góður gegn Everton. Það verður áhugavert að sjá hvernig Pochettino stillir upp gegn Manchester City. Mín ágiskun er að þetta verða Petrovic, Cucurella, Thiago Silva, Chalobah, Malo Gusto, Caicedo, Gallagher, Palmer, Madueke, Mudryk og Jackson. Sá argentínski getur líka komið á óvart og sett Enzo og Sterling inn í liðið, væntanlega á kostnað Mudryk og Madueke. Ég hef þó mikla trú á Mudryk og Madueke. Fleiri mínútur á þá ætti geta hleypt lífi í leikinn. T.d. að leyfa Mudryk að hlaupa á Kyle Walker eftir sá síðar nefndi lék 120 mínútur á miðvikudaginn. Þetta verður fjörugur leikur að öllum líkindum, eins og síðustu viðureignir liðanna. Af einhverjum ástæðum er maður hæfilega bjartsýnn. Undanfarin úrslit gegn City, og að þeir séu að koma nokkuð úrvinda í þennan leik með De Bruyne, Haaland og Akanji tæpa. Allt getur gerst.

Hvernig fer leikurinn? Ætli hann fari ekki 1-1 og alla leið í vítaspyrnukeppni? Hver skorar? Auðvitað Palmer. Úr víti.

P.s. það má svo minna á að kvennalið Chelsea spilar við Barcelona í meistaradeildinni í dag! P.p.s. Ef þú hefur áhuga að skrifa pistla um Chelsea, endilega hafið samband við greinarhöfund.

Áfram Chelsea og KTBFFH!!!

Comments


bottom of page