top of page
Search

Chelsea mæta til Malmö - upphitun

Keppni: Meistaradeild Evrópu

Dag- og tímasetning: Þriðjudagur 2. nóvember 2021, kl 17:45.

Leikvangur: Eleda Stadium

Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 Sport 3

Upphitun eftir: Þór Jensen


Evrópumeistarar Chelsea mæta sultuslökum snus-elskandi Svíunum frá Malmö á Elada Stadion á þriðjudaginn kl. 17:45 og verður leikurinn sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 3. Síðasti leikur gegn Svíunum endaði 4-0 fyrir okkar mönnum á Brúnni en leikurinn var þó dýrkeyptur þar sem við misstum Romelu Lukaku og Timo Werner í meiðsli. Við vonumst eftir því að komast meiðslalausir í gegnum þennan leik með 3 stig í handfarangri á leiðinni heim. Með sigri í leiknum förum við langleiðina með að tryggja okkur upp úr riðlinum en markmiðið er auðvitað að sigra riðilinn. Juventus mæta Zenit í Torino og við vonum að Rússarnir taki stig af Ítölunum, þá eigum við góðan séns á að taka fyrsta sætið.

Fyrri leikur liðanna var algjör einstefna í átt að marki Malmö og hefði sigurinn getað verið stærri. Malmö er líklega nær íslenskum toppliðum í gæðum en Chelsea og eiga þeir engan séns í þennan riðil, sitja nú í neðsta sæti riðilsins með 0 stig og -11 í markatölu. Þjálfari liðsins, Jon Dahl Tomasson hefur það þó á ferilskránni að hafa unnið Meistaradeildina en það gerði hann með AC Milan árið 2003, sú reynsla gæti mögulega skilað sér í leikmannahópinn með einhverjum hætti og hjálpað þeim að ná a.m.k. einu stigi í riðlinum, en ég efa það.

Byrjunarliðið

Í fyrri leik liðanna stillti Tuchel upp nánast okkar besta byrjunarliði sem kom mörgum á óvart en ég reikna með fleiri breytingum á liðinu fyrir þennan leik. Eftir 0-3 sigur okkar manna gegn Newcastle gætu nokkrir leikmenn þurft á hvíld að halda til að hlaða batteríin fyrir komandi átök gegn Burnley á laugardag. Tuchel staðfesti á blaðamannafundinum fyrir leikinn að Mason Mount væri enn veikur og þá eru Kovacic, Werner og Lukaku enn meiddir.


Margir leikmenn hafa spilað margar mínútur á fáum dögum og þar má nefna Reece James, Chilwell, Rüdiger, Kanté, Jorginho, Hudson-Odoi og Kai Havertz. Leikmenn sem gætu mögulega komið inn í byrjunarliðið fyrir þá eru menn eins og Azpilicueta, Alonso, Chalobah, Malang Sarr, Saúl, Ruben Loftus Cheek og aldrei að vita nema að Captain America Christian Pulisic fái langþráðar mínútur en hann er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Tuchel sýndi það reyndar í síðasta leik gegn Malmö að hann tekur þessum leik alvarlega og róteraði lítið í byrjunarliðinu, svo við megum alveg búast við sterku byrjunarliði. Chilwell fór á blaðamannafundinn fyrir hönd leikmanna liðsins sem er sterk vísbending að hann verði í byrjunarliðinu.


Það væri einnig gaman að sjá Ross Barkley fá byrjunarliðssæti í þessum leik en hann hefur náð að koma sér inn í mynda hjá Tuchel, eitthvað sem fáir áttu von á fyrir tímabilið. Sendingin hans inn fyrir vörn Newcastle í síðasta leik sem leiddi til þess að Kai Havertz var felldur í víteteig andstæðingana var í heimsklassa.


Ef Saul Niguez verður í byrjunarliðinu þá vonandi byggir hann á jákvæðri frammistöðu gegn Southampton sem var töluvert mikil framför frá því sem við höfum áður séð frá þeim spænska.

Ég spái byrjunarliði okkar nokkurnveginn svona:


Spá

Ég spái því að okkar menn verði ekki í miklum vandræðum með Malmö og vinni leikinn 0-3. Leikurinn er á útivelli og stuðningsmenn andstæðingsins gætu gefið þeim aukakraft, en Chelsea er einfaldlega alltof stór biti fyrir sænsku meistarana.

KTBFFH

Þór Jensen


Comments


bottom of page