top of page
Search

Chelsea mæta á St. Mary's - upphitun

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Laugardagurinn 9. apríl 2022, klukkan 14:00

Leikvangur: St. Mary’s Stadium

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport

Upphitun eftir: Markús Pálma PálmasonChelsea

Nú eru okkar menn að koma úr tveimur mjög slæmum úrslitum, 1-4 tap gegn Brentford, og 1-3 tap gegn Real Madrid. Eitt skal vera sagt um frammistöðu liðsins í þessum tveimur leikjum, “underwhelming”. Langt frá því að vera í lagi að tapa með þremur mörkum á móti Brentford, og allra síst á Brúnni. Annar heimaleikur svo í röð þar sem við töpum, en þrenna frá Benzema reyndist okkur of þungt högg. Nú eru hins vegar ákveðin tímamót hjá Tomma Túkalli. Þetta er sá tími þar sem við þurfum að fara betur yfir hlutina, hvað nákvæmlega er ekki að virka, og reyna halda einhverju “consistency” út tímabilið.


Meistaradeildartitillinn er ekki farinn, deildarkeppnin er orðinn mjög erfið, og svo eigum við Crystal Palace í FA Cup um næstu helgi. Áður en að Palace leiknum kemur er svo seinni leikurinn við Real Madrid, í Madríd. En til þess að aðeins peppa ykkur fyrir þessum leik, að þá er ég með smá tölfræði fyrir ykkur.


Southampton hefur unnið aðeins einn af síðustu 12 leikjum gegn Chelsea, í desember 2019, en 8 af þessum leikjum voru sigur okkar manna. Southampton tapaði einnig seinustu tveimur heimaleikjum sínum. Það sem er hins vegar smá ljós í þessum tölum, er að Tuchel hefur ekki tapað 2 deildarleikjum í röð með okkur. Svo fáum við vonandi að sjá Livramento gegn okkur, en gaman verður að sjá hvernig hann mun standa sig, þar sem hann mun verða fjórði í sögu Southampton til að spila 25 leiki í deildinni sem táningur.


Okkar menn þurfa að rífa sig í gang, og gera sér grein fyrir hvaða klúbbur við erum. Margir búnir að eiga slakt tímabil, eða síðustu leiki öllu heldur, en nú er tíminn til að mæta á svæðið. Tímabilslok eru alltaf mjög krefjandi tími, og ég vil sjá alvöru lið gegn Southampton, þó menn megi hvíla fyrir Real leikinn. Tuchel var búinn að gefa það út á blaðamannafundi að Ziyech og Lukaku væru tæpir fyrir leikinn.


Svona spái ég byrjunarliði okkar


Southampton

Dýrlingarnir, eins og þeir eru oft kallaðir, eru að koma úr erfiðum úrslitum, þar sem þeir hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum í deildinni, en það voru töp gegn Aston Villa á útivelli, Watford og Newcastle á heimavelli, og svo eitt jafntefli við Leeds í síðasta leik. Gaman að segja frá því að einmitt við slógum út Southampton úr Carabao bikarnum, í október í fyrra. Þeir duttu einnig út í FA

bikarnum gegn Manchester City núna í lok mars. Eins og fólk kannski veit, að þá missa Southampton Armando Broja úr liðinu gegn okkur, þar sem hann er lánsmaður okkar. Gæti reynst þeim erfitt þar sem Broja hefur spilað 26/30 leikjum í deildinni. Gaman að segja frá því að James Warde-Prowse skoraði 13 aukaspyrnumark sitt í leiknum gegn Leeds, en aðeins David Beckham er með fleiri aukaspyrnumörk í Ensku Úrvalsdeildinni.


Líklegt byrjunarlið Southampton

GK - Forster

RB - Livramento

CB - Bednarek

CB - Salisu

LB - Walker Peters

CDM - Romeu

CM - Ward-Prowse

CM - Diallo

CAM - Elyounoussi

ST - Adams

ST - Armstrong


Spá

Ég spái því að þetta verði góð viðureign til þess að koma til baka. Tvö ömurleg úrslit í síðustu 2 leikjum, nú er komið að 180 gráðunum. Snúa beint við og komast aftur á sigurbraut. 3-0 sigur verður lokaniðurstaðan, þar sem Azpilicueta, Werner og Pulisic skora eitt mark hver.


KTBFFH

Markús Pálmason

Comments


bottom of page