top of page
Search

Chelsea mæta á Emirates - upphitun

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Sunnudagurinn 22. Ágúst kl 15:30

Leikvangur: Emirates stadium

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn sport, Sky Sports Main Event, Sky Sports Premier League, Sky Ultra HD, SKY GO Extra.

Upphitun eftir: Snorra ClintonChelsea

Nýr þáttur af Blákastinu er nú aðgengilegur í öllum helstu hlaðvarpsveitum - það var mikil upphitun fyrir leikinn gegn Arsenal og enginn annar en þjóðargersemin "Siggi Dúlla" mætti í heimsókn til þess að fara yfir gang mála hjá erkifjendum okkar. Einnig er hægt er að hlusta á þáttinn neðst í færslunni.


Það má segja að það sé upp typpið á Chelsea mönnum. Unnum CL eins og allir vita, fylgdum því svo eftir með The Mind Series, Super Cup bikarnum og auðvitað sigur í fyrsta leik í úrvalsdeildinni á móti Crystal Palace. Ofan þetta gekk liðið frá kaupum á dýrasta leikmanni liðsins frá upphafi og keypti til baka „Belgísku vöffluna“ hann Romelu Lukaku.


Margir eru á þeirri skoðun að Vafflan sé sá leikmaður sem vantað hefur í lið Bragðarefsins til að gera tilkall til titilsins í ár. Það eru nú ekki allir sem deila þessari skoðun en það sem ég hef oftar en ekki sagt er að „skoðanir eru eins og rassgöt, það eru allir með svoleiðis“. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort Romelu Lukaku sé 97,5 milljón punda virði og hvort hann skili okkur titlinum á Stamford Bridge. Jóhann Már, ritstjóri CFC.is, fer vandlega yfir feril Lukaku í grein sinni á cfc.is og hvet ég alla til að renna yfir hana hér.


Þessi kaup eru nú ekki eini hasarinn, ef svo má kalla, í leikmannaglugganum. Félagið hefur einnig selt Tammy Abraham alla leið til Roma í fangið á okkar gamla stjóra Mourinho. Það var nokkuð augljóst fljótlega eftir að Tuchel tók við að það væri ekkert pláss í hópnum fyrir Tammy og því eina í stöðunni að selja hann til Ítalíu. Chelsea elliheimilið hjá Arsenal reyndu nú að fá hann yfir til sín en sem betur fer valdi Tammy ekki þann kost að leggjast í helgan stein með því að fara þangað.


Félagið var þó skynsamt og setti „Buy-back“ klásúlu í samninginn sem gerir okkur kleift að kaupa hann til baka eftir tvö ár. Félagið hefur einnig verið að losa lítið notaða leikmenn hingað og þangað, ýmist á lán eða sölu. Helst má þá nefna vin okkar Bakayoko sem virðist vera á leiðinni til AC Milan, Emerson er farinn til Lyon og Zappacosta einnig á leið til Ítalíu.


Heyrst hefur einnig sé búið að selja Barkley og Drinkwater á Vog, við óskum þeim góðs gengis.


Vindum okkur í aðalliðið. Þær frábæru fréttir bárust fyrir skömmu að Kanté og Hakim Ziyech séu farnir að æfa aftur og virðast þeir ætla hrista þessi meiðsli hratt og örugglega af sér. Kanté er bara alltaf frábær og því geggjað að fá hann heilann sem fyrst. Á sama tíma má auðveldlega segja að Hakim hafi verið okkar lang besti leikmaður á „pre-season“ og sýndi þar í raun hvaða leikmann hann hefur að geyma. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir hann og liðið að jafna sig hratt ef hann ætlar að byggja ofan á geggjaðar frammistöður undirbúningstímabilsins. Fyrir utan þessa tvö eru þeir Ruben Loftus-Cheek og Pulisic á sjúkralistanum þar sem þeir greindust með Covid -19 fyrir skömmu. Gæti fjarvera CP10 ýtt frekar undir það að Belgíska Vafflan byrji á sunnudaginn. Að öðru leiti ætti hópurinn að vera heill.


Byrjunarliðið

Að segja til um byrjunarlið Chelsea undir stjórn Tuchel kallar á meira-próf í spámennsku og finnst mér líklegt að Nostradamus sjálfur gæti ekki drukkið nægt jötunseyði til að geta spáð fyrir um byrjunarliðið, væri hann lifandi í dag. Þetta er nú samt eins og lottóið, gaman að taka þátt þó maður vinni ekki nokkurn skapaðan hlut.


Látum á þetta reyna samt sem áður.


Mendy verður alltaf í búrinu, það er bara gefið og óþarfi að eyða fleiri orðum í það. Ég hef það á tilfinningunni að öftustu þrír verði Danksi prinsinn hann Christensen, Chalobah fær áfram traustið en verður líklega subbað fyrir "Faðir Vor" Thiago Silva þegar líður á leikinn. Þriðji maðurinn er svo auðvitað þýski handrukkarinn Rudiger. James tekur svo RWB stöðuna og Chilly dettur inn í liðið aftur hinu megin á vellinum.


Í miðjuna fáum við svo Jorginho og Kovacic á kostnað Kanté þar sem ég tel ólíklegt að hann byrji leikinn þó hann verði líklega í hópnum.

Fremstu þrír verða svo þeir kumpánar Gullkálfurinn Mason Mount, Timo Werner og þýska smjörið hann Kai Havertz. Einnig sé ég alveg fyrir mér að "Vafflan" byrji á kostnað Havertz og spili Lukaku uppá topp með Timo.Arsenal

Ég hef það á tilfinningunni að það sé betri stemmning á Kaffi Samhjálp á mánudagsmorgni heldur en í klefa Arsenal manna þessa dagana. Tveir helstu sóknarmenn liðsins að jafna sig á Covid, liðið tapaði svo fyrsta leiknum á móti nýliðum Brentford og ofan í það eru þeir að kaupa markmann á 30 milljón punda sem er næstum jafn góður í að falla úr úrvaldeildinni og Hemmi okkar Hreiðars. Liðið má þó eiga það að þeir eru með nokkra unga og mjög efnilega leikmenn á sýnum snærum sem geta hrekkt hin ýmsu lið. Eru þetta leikmenn borð við Saka, Smith-Rowe og Ödegard sem þeir voru að klára kaup í vikunni.Eitt er víst að við megum ALLS EKKI vanmeta Arsenal. Þeir eiga þann ósið til að vinna okkur þegar þeir líta út fyrir að geta ekki verið á verri stað. Tuchel sagði á blaðamannafundi að hann væri að undirbúa sína menn undir það að mæta snarvitlausum Arsenal mönnum og að þeir mynd sýna sínu bestu hliðar.

Arteta staðfesti á blaðamannafundi að Lacazette væri ekki byrjaður að æfa með liðinu og því er ólíklegt að hann verði með en Aubameyang byrjaði að æfa með liðinu á fimmtudaginn var. Það eru því ágætis líkur á að hann stigi á grasið á móti okkar mönnum á sunnudaginn kemur.


Spá

Því miður fyrir Skytturnar þá tel ég að þeir eigi ekki séns í okkar menn. Chelsea er búið að vera á skriði og með mikinn meðbyr og sjálfstraustið í botni. Þetta fer illa fyrir Arsenal og tel ég að lokatölur verða 0-4.


Mörkin koma frá Werner, Kai og Mount með tvö.


KTBFFH

- Snorri ClintonComments


bottom of page