top of page
Search

Chelsea fá Everton og Rafa Benítez í heimsókn

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: 16. desember 2021 kl 19:45

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn sport, Sky sports

Upphitun eftir: Snorra ClintonChelsea

D-W-L-D-W, þetta er sinfonían sem samansetur síðustu 5 leiki Chelsea í öllum keppnum. 10 mörk skoruð og jafn mörg hafa legið röngu megin við marklínuna hjá okkur á móti. Það hefur ekki farið framhjá neinum að það hefur verið brött brekkan sem liðið hefur verið að klífa núna í desember með leikjaálaginu og meiðsli ofan á meiðsli ofan. Það er búið að vera svolítið uppi á okkur stuðningsmönnum typpið í upphafi tímabils þar sem við vorum með gríðarlega breiðan hóp og allir leikmenn sem geisluðu af gleði með sitt hlutverk hjá klúbbnum. Öll þessi meiðsli undarnar vikur og mánuði hafa sannarlega virkað sem trésleif í typpið og heldur betur slökkt á hreyfli eða tveim í Chelsea þotunni. Leikmenn á borð við Lukaku, Werner, Kanté, Kovacic, Chaloba, James, Chilwell, Jorginho og auðvitað Pulisic hafa meiðst eða verið tæpir og verið utan hóps. Þetta eru nú engar saumakéllingar og hafa skilið eftir skarð í liðinu sem komið hefur í veg fyrir að Tuchel gæti valið sinn sterkasta hóp hverju sinni.


Það er nú samt farið að birta til sem betur fer. Menn eru hægt og rólega að týnast til baka, blessuð vafflan hann Lukaku er mættur aftur ásamt Werner, Kanté og Vottur Chaloba eru mættir aftur á æfingar og verða í hóp á móti Everton. Kovacic losnar úr sóttkví í vikunni, þær fréttir komi einnig frá herbúðum okkar manna að Ben Chilwell mun snúa aftur í næsta mánuði.


Síðastliðna helgi fengum við orkumikla Leedsara í heimsókn og gáfu þeir okkur heldur betur leik. Þeir komust yfir á 28. Mín þegar Daníel James fiskaði vítaspyrnu þegar Alonso trekkti í tæklingu sem hefði eflaust skilað honum út á bílastæði ef hann hefði ekki farið í fæturna á James. Það var svo Gullkálfurinn sem jafnaði metin stuttu fyrir leikhlé. Þýski Handrukkarinn var svo í essinu sínu og fiskaði tvær vítaspyrnur í seinni hálfleik sem Jorginho kláraði með glæsibrag og þá seinni í uppbótartíma sem skilaði okkur sigrinum þar sem pjakkarnir hans Bielsa höfðu náð að jafna á 83 mín. Blessunarlega voru sendiherrar CFC.is á svæðinu og stýrði leiknum í höfn. Ég hvet alla til að hlýða á nýjasta þátt Blákastsins hér, en þar sitja þeir Jóhann Már og Stefán Marteinn á Heathrow og ræða leikinn og ferðina í heild sinni.


Liðið

Jæja þá er kominn tími til að tala með rassgatinu, þeas reyna giska á byrjunarliðið. Mendy verður alltaf í markinu. Fyrir framan hann fáum við Rudiger, Silva og Christiansen. RWB staðan er endanlega orðin hans Reece James og í LWB kæmi mér ekki á óvart ef Alonso yrði bekkjaður og að við fengjum að sjá CHO þar. Á miðjunni verða RLC og Jorginho. Fremstu þrír verða svo Pulisic, Werner og Ziyech.Everton

Lærisveinar feita þjónsins eru heldur betur í veseni þessa daga. Aðeins einn sigur og 4 töp í síðustu 5 leikjum og hafa þeir fengið á sig 12 mörk og allskonar meiðsla vesen. Þeir verða á nokkurra lykilmanna á borð við Calvert-Lewin– Andros Townsend – Richalison – Coleman – Davies og Mina. Fyrir utan sigurinn geng Arsenal hefur Everton ekki unnið leik síðan í september. Það má því segja að Everton séu með allt lóðbeint niður um sig og er fjarvera þessara lykilmanna ekki að fara gera þeim neina greiða. Okkar gamli bráðabirgðarstjóri byrjaði ágætlega með liðið og vann fyrstu 3 deildarleikina en svo hefur honum einhvernvegin tekist að míga í skóinn sinn endurtekið síðan þá. Ekki var Benitez kallinn vinsæll meðal stuðningsmanna Everton fyrir og líklega hefur hann ekkert gert til að rétta þá skútu af.Spá

Ég vill meina að nú sé komið jafnvægi í tilveruna og búið er að pakka niður trésleifinni og allir hreyflar eru farnir að snúast á Chelsea vélinni. Við erum að fara taka þetta lið í sundur og valta yfir þá. Það eina sem Benitez er að fá út úr þessum leik er reikningur fyrir bílastæðið á Brúnni. Einstefnan verður algjör og við siglum heim 4-0 sigri með tveim slummum frá Timo Werner og sitt hvort frá Ziyech og Silva.

Comments


bottom of page