top of page
Search

CHELSEA ER KOMIÐ Í ÚRSLITALEIK MEISTARADEILDAR EVRÓPU!



Gangur leiksins

Í upphitun minni spáði ég því að Bragðarefurinn myndi teikna upp enn einn master-class leikinn. Sjaldan hef ég fagnað því jafn mikið að hafa rétt fyrir mér.


Segjum það bara strax……Real átti aldrei séns!


Heilt yfir áttu þeir tvö hættuleg færi sem Mendy varði meistaralega. Bara þessar tvær vörslur sýna, réttlæta og sanna hæfileikana sem urðu til þess að Mendy var keyptur. Donnarumma hvað??? Færin tvö áttu sér stað í fyrri hálfleik, eftir það sáu Real menn einfaldlega ekki til sólar.


Þýsku strákarnir okkar áttu stórleik í kvöld. Havertz og Werner voru oftar en ekki potturinn og pannan í sóknarleiknum okkar. Í fyrri hálfleik fékk Havertz geggjaða sendingu frá Kanté og vippaði eins rólegur og hægt er yfir Courtois. Því miður endaði sá bolti í slánni en yfirvegaður Werner fylgdi vel eftir og stangaði boltann inn. Við þetta skildu leikar í hálfleik, okkar menn með 1-0 forystu.


Markið breytti þó litlu fyrir Real þar sem þeir þurftu hvort sem er að skora mark. Í hálfleik náði Bragðarefurinn að fullkomna planið sitt. Hann las nákvæmlega hvað Zidane vildi reyna að gera í seinni hálfleik. Eftir að seinni hálfleikur var flautaður í gang sáu Spánverjarnir einfaldlega aldrei til sólar. Við áttum einfaldlega svar við öllu sem þeir reyndu. Þó svo að undirritaður hefði verið að farast úr stressi á köflum var leikurinn ALDREI í hættu. Tuchel einfaldlega las allt sem Zidane reyndi og spurði aftur „Hét Brandur eftir Ömmu sinni?" Annað getur ekki verið því líkt og ég og hin barnabörn afa þá stóð Zidane á hliðarlínunni allan leikinn klórandi sér í hausnum og hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi.

Christian Pulisic átti frábæra innkomu inn í leikinn og lagði upp mark fyrir Gullkálfinn Mason Mount - fagnið hans Mount við hornfánann gefur manni gæsahúð!



CHELEA ER Á LEIÐINNI Í ÚRSLIT MEISTARDEILDAR EVRÓPU!!!


xG - Bardaginn


Umræðupunktar eftir leik

  • Þessi xG tölfræði segir meira en mörg orð, með réttu hefði þessi leikur átt að enda 4-0!

  • Tuchel nelgdi byrjunarliðið! Pulisic kom stórkostlegur af bekknum en Havertz, Werner og Mount voru allir búnir að spila frábæran leik.

  • Kai Havertz var á tímabili með sýningu, kloppaði mann og annan og var að éta sjálfan Sergio Ramos í loftinu.

  • Tuchel er að ná því allra besta fram úr N'Golo Kanté - þvílík frammistaða...aftur.

  • Vá hvað þetta skiptir Thiago Silva miklu máli, sá ætlar sér þennan málm.

  • Gaman að sjá fagnaðarlætin eftir leik, menn eins og Hudson-Odoi og Tammy fremstir meðal jafningja, þrátt fyrir að spila ekki. Mórallinn er góður!

Einkunnir leikmanna

Mendy – 9

Azpilicueta – 7,5

Rudiger – 8

Silva – 8

Chilwell – 7,5

Christensen - 8

Kanté – 9 maður leiksins

Jorginho – 8

Havertz – 9

Mount – 8,5

Werner – 8


Varamenn

Pulisic – 8

James - Spilaði ekki nóg fyrir einkunn

Ziyech – Spilaði ekki nóg fyrir einkunn

Giroud – spilaði ekki nóg fyrir einkunn


KTBFFH

- Snorri Clinton


PS. Nákvæmlega svona er Zidane núna



bottom of page