Fyrsti þátturinn af Blákastinu var tekinn upp þann 29. sept. sl. Upphaflega var þessi þáttur tekinn upp sem prufuþáttur en það tókst ágætlega til svo ákveðið var birta hann hér í heild sinni. Blákastið er hlaðvarpsþáttur CFC.is og er planið að taka upp 3-4 þætti í mánuði. Ritstjórn CFC.is mun manna þættina, a.m.k. til að byrja með. Markús Pálmason, Þór Jensen, Stefán Marteinn og Jóhann Már fóru yfir málin í þættinum. Umræðuefnin í þessum fyrsta þætti voru eftirtalin:
Fyrstu 10 leikir Frank Lampard sem stjóri Chelsea
Christan Pulisic - hæg byrjun hans hjá félaginu
Hituðum upp fyrir leikina gegn Southampton og Lille
Gestir þáttarins völdu uppáhalds markið sitt í sögu Chelsea
Hægt er að hlusta á þáttinn hér í spilaranum að neðan en þeir verða einnig aðgengilegir í öllum helstu hlaðvarpsveitum á næstu dögum - verður það auglýst nánar síðar.
Comments