top of page
Search

Undanúrslit Evrópudeildarinnar - Frankfurt vs ChelseaOkkar lið er komið í undanúrslit í Evrópudeildinni og ferðast liðið til Þýskalands þar sem þeir mæta liði Eintracht Frankfurt. Leikurinn er á fimmtudagskvöldið kl.19:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Síðasti leikur

Margir hafa hrósað leik Chelsea á móti Man Utd. Sumir hafa sagt að Chelsea hafi verið með stjórn á leiknum allan tímann og að eitt stig væru nokkuð góð úrslit. Það er rétt að eitt stig var okkur meira í hag en Man Utd en mér fannst frammistaða liðsins rosalega flöt á móti þessu arfa slaka liði Man Utd. Án nokkurs vafa var Gonzalo Higuain algjör farþegi í leiknum og er ég mjög feginn að þetta hafi einungis verið um lánssamning að ræða þegar hann var fenginn til félagsins.

Eintracht Frankfurt

Það má segja að Þjóðverjarnir séu í ekkert sérstöku formi þessa daganna líkt Chelsea liðið. Þeir hafa verið sigurlausir í deildinni í síðustu þremur lekjum og einungis búnir að skora 2 mörk í þeim leikjum. Hugsnalega er frammistaða þeirra í Evrópudeildinni einhver þáttur í slæmu gengi þeirra undanfarið og menn með hugann við þessa leiki við Chelsea.

Þetta lið spilar nær oftast leikkerfið 3-5-2 þar sem þeir pressa andstæðingin mikið og eru þar framherjarnir tveir í lykilhlutverkum sem og fremsti miðjumaðurinn. Þetta þríeyki fram á við er eitt það öflugasta í Evrópuboltanum í dag. Fyrstan ber að nefna hinn serbneska Luka Jovic, hann hefur skorað 25 mörk í 43 leikjum á þessu tímabili og er einn eftirsóttasti framherji heims um þessar mundir. Hann hefur m.a. verið orðaður við Chelsea en líklegast þykir að hann endi í Real Madrid þegar tímabilið rennur sitt skeið. Hinir tveir leikmennirnir sem um ræðir eru hinn franski Sébastien Haller og Króatinn Ante Rebic. Menn muna örugglega eftir Rebic með Króötum á HM síðasta sumar en hann lék mjög vel í þeirri keppni, hann er leikstjórnandi Frankfurt og fara flestar sóknir liðsins í gegnum hann. Sebastien Haller er svo framherji sem er stór og sterkur og þykir leikstíll hans minna örlítið á Didier Drogba þar sem hann er virkilega góður í að halda boltanum fremst á vellinum með mann í bakinu og koma þannig boltanum í spil. Samtals hafa þessir þrír leikmenn skorað 54 mörk á þessu tímabili - við þurfum klárlega að passa okkur á þeim.

Chelsea

Það hlýtur að vera skjalfest að Oliver Giroud komi inn í liðið fyrir Higuain. Þetta Kovacic dæmi fer að verða allt of þreytt og Loftus-Cheek hlýtur að mæta á miðjuna. Rudiger verður ekki meira með á tímabilinu og mun Christansen því taka stöðu hans í vörninni. Mér finnst vera kominn tími á að Pedro fái smá séns á kostnað Willian sem er líka að glíma við einhver smá meiðsli en ekki er vitað hvort hann verði með.


Liðið okkar hefur farið nokkuð þægilega í gegnum þessa keppni en nú er maður nokkuð viss um að hér verða okkar menn að mæta með hausinn rétt stilltann því annars gæti þetta endað illa í Þýskalandi.

Spáin

Við náum að moka inn tveimur útivallarmörkum sem verða mikilvæg fyrir seinni leikinn. Lokatölur 1-2, Giroud og Loftus-Cheek með mörkin.

KTBFFH


bottom of page