top of page
Search

Evrópudeildin: Útileikur gegn MalmöKoma tímar, koma ráð!

Öll spjót standa á Maurizio Sarri þessa dagana og það réttilega eftir niðurlæginguna á Etihad vellinum um síðustu helgi. Næsta verkefni kappans er að fara til Svíþjóðar og leika gegn Malmö FF í Evrópudeildinni. Sá leikur er á fimmtudagskvöld og hefst hann kl:20:00. Líklega er þó stærsta viðfangsefni Sarri þessa dagana að telja leikmönnum Chelsea trú um að leilstíll hans og taktík raunverulega virki.

Chelsea

Ég skrifaði pistil um mitt mat á stöðu Chelsea hér á mánudaginn og hvet lesendur til að lesa hann, hægt er að nálgast hann hér. Þessi pistill mun því fyrst og síðast einblína á næsta leik og hvernig Sarri á að reyna snúa við blaðinu.

Sarri sagði á blaðamannadundi eftir niðurlæginguna á móti Man City að það gæti tekið leikmennina langan tíma að jafna sig því svona sært stolt jafnaði sig ekki á einni nóttu. Leikmenn Chelsea héldu fund á mánudagsmorgun þar sem þeir reyndu að stappa stálinu í hvor annan og reyna horfa fram á veginn - það verður því verulega áhugavert að sjá hvernig menn mæta til leiks í næstu leikjum.

Malmö FF er eitt af stóru liðinum í Svíþjóð og örugglega ágætis fótboltalið en þetta er í öllum tilfellum skyldusigur hjá Chelsea. Ég persónulega vill sjá Sarri rótera vel í liðinu og gefa nokkrum leikmönnum góða hvíld frá þessum leik. Ef ég væri Sarri myndi ég spila þessu liði:


Aðeins Kepa, Rudiger og Kanté myndu "halda" sæti sínu frá því í síðasta leik. Ég held að þetta byrjunarlið sé hungrað í að spila og staðráðnir í að gera betur en þeir leikmenn sem spiluðu um helgina. Ef þessir leikmenn myndu spila vel og þá sérstaklega sýna baráttu og virðingu fyrir merkinu, þá myndi ég bara leyfa þeim að halda sæti sínu gegn Man Utd (með þeirri undantekningu að Eden Hazard kæmi inn í liðið). Sarri þarf að setja pressu á leikmennina og nota hópinn betur.

Malmö FF

Á síðustu leiktíð endaði Malmö í 3. sæti Allsvenskan en það er sænska úrvalsdeildin í knattspyrnu. Sú deild er spiluð að sumri og lauk í lauk í nóvember en hún hófst í lok mars. Malmö eru því á undirbúningstímabilinu núna og hafa verið að spila æfingaleiki til þess að undirbúa sig undir þennan leik og eru klárlega ekki í sínu besta formi. Með liðinu spilar íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason, hann er einn af lykilmönnum liðsins og spilar jafnan á hægri vængnum. Þekktasta nafnið hjá Malmö er líklega framherjinn Markus Rosenberg en hann hefur spilað með liðum eins og WBA, Ajax og Werder Bremen. Rosenberg er á síðsutu dropunum á ferlinum en hann er orðinn 36 ára, þrátt fyrir það var hann markahæsti maður liðsins á síðustu leiktíð.

Þjálfari Malmö er hinn þýski Uwe Rösler sem hefur ýmsa fjöruna sopið, allt frá Lilleström til Leeds United. Hann tók við Malmö á miðju síðasta leiktímabili og þótti standa sig mjög vel með liðið.

Spá

Eins og fyrr segir á þetta að vera skyldusigur, það er bara svo mikill gæðamunur á þessum deildum og þessum liðum. Enn maður veit aldrei hverju maður á von á frá þessu Chelsea liði undir Sarri.,Chelsea hefur þó yfirleitt spilað vel í leikjum eftir tapleiki og ég á von á slíkri frammistöðu á morgun.

Spái 0-2 sigri þar sem Hudson-Odoi skorar eitt laglegt mark.

KTBFFH


bottom of page