top of page
Search

Deildarbikarinn: Bournemouth koma í heimsóknÞað er ekki annað hægt en að byrja á að ræða um brottrekstur Jose Mourinho frá Man Utd á þriðjudagsmorgun. Ég viðurkenni að hafa skemmt mér vel yfir óförum þeirra í vetur. Þetta var að öllum líkindum síðasta starf Mourinho á Englandi og verður því augljóslega mikill missir af þessum litríka og sigursælasta knattspyrnustjóra í sögu Chelsea. Sem stuðningsmaður Chelsea og Jose Mourinho vil alltaf að hans nafn verði kennt við sigursælu árin hjá Chelsea Football Club heldur en stjórnleysisárin hjá MUFC, arfleið hans á Englandi verður alltaf blá og það er gott.

Þó svo að viriðist eins og að nútíma pressuboltinn sé búinn að skáka hugmyndafræði hans þá er ég ekki í nokkurn vafa um að hann muni koma tvíefldur til baka í næsta starf sem hann tekur sér fyrir hendur.

Síðsti leikur

Eden Hazard hélt áfram að leyða sóknarlínu Chelsea í 1-2 sigri á Brighton á sunnudaginn. Sarri metur það greinilega að Morata og Giroud séu ekki með nógu mikil gæði til þess að vera framherjar númer eitt. Chelsea liði var mjög öflugt í fyrri háfleik og fór Eden Hazard þar á kostum. Hann byrjaði á að leggja upp snyrtilegt mark fyrir Pedro og svo stakk hann varnarlínu Brighton af eins síns liðs og skoraði örugglega.

Chelsea liðið slakaði full mikið á í síðari hálfleik og var okkur refsað á 78 mínútu þegar Brighton minnkaði muninn. Brigton hefði hæglega getað sett á okkur jöfnunarmark undir lokin en sem betur fer stóðumst við pressuna og þrír skyldupunktar komnir í hús.

Bournemouth

Eftir að hafa verið spútnikliðið í byrjun tímabilsins þá hefur aðeins hægst á Bournemouth liðiu en þeir eru aðeins með einn sigur í síðustu sjö deildarleikjum. Hins vegar skal taka það til greina að leikjaprógramið þeirra hefur verið ansi strembið í undanförnum leikjum.

Callum Wilson hefur verið þeirra heitasti leikmaður það sem af er tímabili og hefur verið verðlaunaður með sæti í enska landsliðinu og þakkaði fyrir sig með marki í sínum fyrsta landaleik. Svo staðfesti Gianfranco Zola aðstoðarstjóri nýlega að Chelsea hafi áhuga á kauða. Ekki veitir af segja sumir.

Eddie Howe stjóri liðsins mun líta á þetta sem raunhæfan séns á að landa fyrsta stóra titli í sögu félagsins. Og fyrir vikið geri ég ráð fyrir því að hann mæti með sitt sterkasta lið leiks á miðvikudag.

Chelsea

Ég vil trúa því að Sarri haldi áfram að gefa mönnum sem hafa fengið minni spilatíma sénsinn, þá sérstaklega þegar jólatörnin er hafin. Ég held að ég tali flesta stuðningsmenn Chelsea þegar ég segi að ég vil sja Callum Hudson-Odoi fá fleiri mínútur. Einnig vona ég að Ethan Ampadu fái annað tækifæri í liðinu eftir Evrópudeildarleikinn í síðustu viku. Morata og Moses eru meiðlalistanum og svo er Eden Hazard tæpur.


Ég hugsa að það hafi aldrei verið planið að hafa Hazard í liðinu en væri gott að hafa hann á bekknum ef eitthvað fer úrskeiðis í leiknum.

Það er svo sem nokkuð ljóst að við erum ekki að fara að veita Man City og Liverpool samkeppni í baráttunni um deildinni. En þá er mikilvægt að vera í baráttunni á öllum vígstöðum. En menn þurfa að mæta með rétt stilltan haus í þennan leik í ljósi þess að við erum að reyna að nýta hópin okkar og gefa mönnum hvíld á meðan Bournemouth mætir með sitt sterkasta lið.

Leikurinn hefst kl. 19:45 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Spái okkar mönnum 2-1 sigri.

KTBFFH


bottom of page