top of page
Search

Heimsókn á suðurströndina


Chelsea mætir Southampton á sunnudag á St. Marys og getur með sigri komist á topp úrvalsdeildarinnar um stundarsakir þó það vari nú ekki nema í 2 tíma þar sem Liverpool mætir City seinna um daginn og dugar City jafntefli til að halda toppsætinu en Liverpool þarf sigur.

Þessir sunnudagsleikir eftir Evrópudeildarleik á fimmtudegi hafa reynst mörgum enskum liðum erfiðir og við erum enginn undantekning. Fyrstu stigin töpuðust eimmitt eftir Grikklandsferðina þegar við gerðum markalaust jafntefli við West Ham á London Stadium. Núna spiluðum við hins vegar á heimavelli gegn Vidi og gerðum 8 breytingar á liðinu. Sá leikur var ekki góður hjá okkar mönnum og vorum við í raun heppnir að vinna leikinn þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn allan tíman. Við náðum aldrei að reka endahnútinn á sóknirnar og Morata karlinn var sjálfum sér líkur. Hann náði þó loksins að brjóta ísinn með mjög flottu marki en það var þó ekki fyrr en við höfðum neyðst til að setja Hazard inná, sem var greinalega alls ekki planið hjá Sarri en hann þorði greinlega ekki að gefa honum alveg frí eins og ýmsum öðrum leikmönnum. Annars komust nokkrir leikmenn ágætlega frá þessum leik eins og Loftus-Cheek og Emerson auk þess sem Kepa varði einu sinni frábærlega. Vörnin var hins vegar mjög opin og óörugg miðað við það sem verið hefur.


En nóg um Evrópudeildina. Við mætum með allt annað lið til leiks gegn Southampton þannig að menn geta ekkert afsakað sig neitt. Líklega verða gerðar átta breytingar á liðinu og eina spurningin er að mínu mati hvort Pedro eða Willan byrji. Ætla að spá liðinu svona:


Þetta er sama lið og byrjaði leikinn gegn Liverpool. Enginn leikmaður er á meiðslalistanum þannig að bekkurinn verður sterkur og vonadi fær Morata að koma inná og skorar til að koma sér almennilega í gang.

Andstæðingurinn

Lið Southampton er nú undir stjórn okkar gamla félaga Mark Hughes en hann tók við liðinu í mars á þessu ári þegar Mauricio Pelligrino var rekinn eftir dapurt gegni. Honum tókst að bjarga liðinu frá falli og endaði að lokum í 17. sæti en var í fallhættu fyrir lokaumferðina. Byrjun liðsins á þessari leiktíð hefur verið brösótt, þeir eru sem stendur í 16. sæti deildarinnar með 5 stig og markatöluna 6-11. Þeir unnu hins vegar góðan sigur í Deildarbikarnum gegn Everton á útivelli núna á þriðjudaginn eftir vítaspyrnukeppni en leiknum lauk 1-1. Hughes gerði talsverðar breytingar á liði sínu fyrir þennan leik, en Southampton tapaði 2-0 fyrir Úlfunum um síðustu helgi.

Einhver smávægileg meiðsli hafa verið að herja á nokkra leikmenn liðsins en talið er að allir helstu menn þeirra verði klárir á sunnudag. Byrjunarlið þeirra gæti litið út eitthvað þessu líkt:


Eins og við sjáum eru þarna tveir fyrrum leikmenn okkar, þeir Romeu og Bertrand. Romeu hefur ekki spiað mikið það sem af er, en Bertrand er einn besti maður Southampton og myndar ásamt Redmond mjög sterkan vinstri væng. Þá hefur Danny Ings lánsmaður frá Liverpool komið sterkur til leiks og skorað nokkur mörk m.a. markið núna á þriðjudag.

Ég spái erfiðum leik eins og útileikir í ensku úrvalsdeildinni eru oft, auk þess sem þetta Southampton lið er miklu betur mannað en þessi lökustu lið deildarinnar eins og Huddersfield, Burnley og Newcastle. Ætla að spá okkar mönnum naumum sigri 1-2 og því tilli þeir sér á toppinn í smá stund.

KTBFFH


bottom of page