top of page
Search

Evrópudeildin byrjar - PAOK í Grikklandi


Í dag hefur Chelsea göngu sína í Evrópudeildinni þetta tímabilið. Andstæðingar okkar eru PAOK frá Grikklandi. Leikurinn hefst á frekar undarlegum tíma eða kl 16:55 - þannig allir þurfa að fara snemma heima úr vinnunni í dag.


Hverjir eru PAOK?

Í raun og veru heitir liðið Panthessaloníkios Athlitikós Ómilos Konstantinoupolitón, líklega hefur mönnum þótt nafnið of langt og flókið svo skammstöfunin PAOK FC hefur fest sig í sessi. Þetta lið er eitt af fjóru stóru liðinum í Grikklandi ásamt Olympiacos, Panathinaikos og AEK. PAOK kemur frá borginni Thessaloniki sem staðsett frekar norðarlega í Grikklandi. Liðið var stofnað árið 1926 og hefur því ríka sögu. Þeir hafa aðeins tvisvar sinnum orðið Grikklandsmeistarar, síðast árið 1986 en hafa sex sinnum hampað bikarmeistaratitlinum. Það er þó merkilegt að PAOK hefur aldrei fallið úr efstu deild en bara Olympiacos og Panathinaikos hafa leikið það eftir.

Völlurinn sem Chelsea er að fara spila á heitir Toumba Stadium og tekur 28.000 manns í sæti. Sá völlur er alger gryfja og eru stuðningsmenn PAOK þekktir fyrir að vera miklir ólátabelgir sem reglulega kveikja á blysum og öðrum flugeldum á meðan leik stendur. Í raun var það þannig að Chelsea varaði stuðningmenn sína við því að ferðast á þennan leik að ótta við óeirðir og önnur almenn leiðindi. Það verða því aðeins um 350-500 stuðningsmenn Chelsea á leiknum sem er mjög lítið.

PAOK endaði í 2. sæti í grísku Super League deildinni á síðustu leiktíð. Þeir voru í mikilli titilbaráttu við AEK sem að lokum hafði betur. Undir lok síðustu leiktíðar áttust PAOK og AEK við í leik sem PAOK urðu að vinna til að minnka forskot á keppinauta sína. Leikurinn endaði 0-0 en í uppbótartíma skoruðu PAOK mark sem dómarinn dæmdi ólöglegt - í kjölfarið þeyttist eigandi liðsins, Ivan Savvidis, inn á völlinn með hlaðna skammbyssu í fórum sínum!!! Ástríðan eða öllu heldur geðveikin er því töluverð hjá þeim PAOK mönnum. Savvidis fékk þriggja ára bann fyrir uppátækið og PAOK fékk einnig þrjú stig í refsingu sem gerði endanlega út um titilvonir þeirra.

Besti leikmaður PAOK er Serbinn Aleksandar Prijović, hann er framherji og var markahæsti leikmaður í grísku deildinni í fyrra með 19 mörk í 26 leikjum. Heilt yfir þykir liðið líkamalega sterkt og hafa orð á sér að vera frekar harðir í horn að taka. Þeir skorðu samt næst flest mörkin í deildinni heima fyrir í fyrra og þykja frekar sókndjarft lið.

Chelsea

Sarri talaði um á blaðamannafundi í gær að hann myndi ekki gera nema 4-5 breytingar á byrjunarliðinu. Ég ætla því að spá liðinu svona:


Þetta eru fimm breytingar frá síðasta leik. Zappacosta, Morata, Christensen, Barkley og Willian koma inn í liðið á kostnað Azpilicueta, Giroud, Kovacic Luiz og Hazard. Þessir þrír síðastnefndu ferðuðust ekki einu sinni með liðinu til Grikklands og fá því algera hvíld. Emerson Palmeri er að glíma við veikindi og fór því heldur ekki með liðinu.

Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég viljað sjá fleiri breytingar. Mér finnst mikilvægt að Ampadu, Hudson-Odoi og Loftus-Cheek fái sem flestar mínútur auk þess sem Fabregas er kominn aftur í hópinn. Fyrir mér mætti líka hvíla Rudiger, Jorginho og annað hvort Willian eða Pedro. Sarri sagði hins vegar að á meðan liðið er á ná tökum á hans leikstíl vilji hann ekki breyta of miklu.

Leikjaálagið er aukast hressilega núna og munu Chelsea nánast alltaf spila tvo leiki í viku fram að jólum. Það er því mikilvægt að nýta hópinn vel og vandlega.

Ég spái Chelsea sigri í þessum leik en það verður ekki eins auðvelt og menn halda fyrir fram. Spái 2-1 sigri í hörkuleik.

KTBFFH


bottom of page