top of page
Search

Undanúrslit í bikarnum gegn Southampton


Chelsea mætir Southampton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley á morgunn sunndag kl. 14.00. Liðin mættust í Southampton í deildinni fyrir viku síðan eins og við munum þar sem okkar menn spiluðu herfilega í 70 min. og lentu 2-0 undir en tókst með hálf óskiljanlegum hætti að skora 3 mörk á 9 mínútum og tryggja sér sigurinn.

Síðasti leikur Chelsea lék síðan frestaðan leik gegn Burnley á fimmtudag og vann talsvert breytt lið góðan 1-2 sigur á erfiðum útivelli. Christensen, Fabregas, Willan og Hazard voru allir hvíldir og þeir Morata og Giroud voru prófaðir saman frammi í fyrsta skipti og gekk það ágætlega. Morata fór sem fyrr herfilega með færin sín og var tekinn af velli þar sem hann var gríðarlega pirraður út í sjálfan sig. Chelsea lék samt heilt yfir vel í þessum leik og leikmenn eins og Bakayoko og Pedro spiluðu vel - eitthvað sem við höfum ekki séð mikið af undanfarna mánuði. Chelsea

Ég ætla að spá liðinu svona:


Í vikunni gerðist það að Alonso var úrskurðaður í 3 leikja bann fyrir sparkið í Shane Long um síðustu helgi og verður hann því ekki með gegn Southampton. Aðrir sem missa af leiknum vegna meiðsla eru þeir Luiz, Ampadu og Drinkwater, sem er tæpur vegna nárameiðsla.

Emerson heillaði flesta með frammistöðu sinni gegn Burnley og heldur væntanlega áfram í vinstri vængbakverðinum svo framarlega sem Conte fær ekki þá flugu í höfuðið að spila Zappacosta eða Azpilicueta vinstra megin.

Stóra spurningin er svo hvort Conte haldi áfram með Morata og Giroud frammi eða fari aftur í hefðbundna 3-4-3 kerfið. Það kæmi mér gríðarlega á óvart ef annað hvort Hazard eða Willian yrðu á bekknum og þess vegna held ég að Conte fari aftur í 3-4-3 með Giroud uppi á toppnum.

Christensen og Fabregas koma svo aftur inn í sínar stöður á kostnað Cahill og Bakayoko.

Andstæðingurinn Lið Southampton lék frestaðan leik við Leicester á útivelli á fimmtudag og stillti upp sínu sterkasta mögulega liði og náði markalausu jafntefli í daufum leik. Búast má við svipuðu liði hjá þeim og síðast gegn okkur. Eins og við sáum um síðustu leiki eru þeir með fullt af leikmönnum sem skaðað okkur eins og Tadic, Redmond, Ward-Prowse og Shane Long (sem nokkrum sinnum hefur skorað gegn Chelsea). Við eigum að sjálfsögðu að vinna þetta Southampton lið en til þess verða menn að mæta til leiks frá byrjun, annars fer illa - við getum ekki treyst á að Giroud bjargi okkur aftur úr einhverri holu.

Það er að sjálfsögðu krafa að liðið klári þennan leik og haldi þeim möguleika lifandi að bjarga tímabilinu að einhverju leiti með bikartitli. Það liggur fyrir að andstæðingur þessarar viðureignar í bikarúrslitaleiknum verður Manchester United en þeir slógu út Tottenham í gær. Vonandi gíra okkar menn sig í gang svo við fáum flottan FA úrslitaleik í lok tímabilsins.

KTBFFH


bottom of page