Undirritaður var gestur í hlaðvarpsþætti fotbolta.net, Innkastinu, s.l. mánudag. Þátturinn fjallaði mikið um Chelsea og hvet ég áhugasama að leggja við hlustir, hér að neðan er hlekkur á viðtalið:
Chelsea mætir 1. deildarliði Hull annað kvöld í 16 liða úrslitum FA cup. Liðið vann góðan og gríðarlega mikilvægan sigur á W.B.A. á mánudaginn í deildinni. Sá leikur byrjði ekki vel, áttum að lenda undir fljólega og hefðum síðan getað fengið á okkur vítaspyrnu fljólega upp úr því. Menn sluppu hins vegar við skrekkin og niðurstaðan var á endanum nokkuð sannfærandi sigur þar sem Eden Hazard stóð heldur betur fyrir sínu ásamt því að Giroud sýndi lipra takta í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.
Ljóst er að miklar breytingar verða gerðar á liðinu fyrir þennan leik, þar sem á þriðjudag bíður leikur gegn Barcelona í meistaradeildinni. Fyrir liggur að Luiz, Bakayoko og Barkley eru meiddir og spila ekki leikinn. Þá eru líkur á að menn eins og Courtois, Azpilicueta, Christensen, Kanté og Hazard verði hvíldir en líkur eru á að Giroud og Morata leiki hvorn sinn hálfleikinn. Þá er ekki ólíklegt að nýji vængmaðurinn Emerson Palmiri leiki sinn fyrsta leik. Liðið gæti því litið einhvern veginn svona út:
Væntanlega spilar síðan Morata seinni hálfleikinn og Hazard verður til taks á bekknum ef þörf verður á. Conte ræddi einnig möguleikann á að hinn ungi Hudson-Odoi komi við sögu ásamt Trevor Chalobah (já, hann er bróðir Nathaniel).
Lið Hull er sem stendur í 21. sæti í Championship deildinni með 29 stig eftir 31 leik, sem sagt í harðri fallbaráttu. Liðin fyrir neðan eru Barnsley með 28, Sunderland 26 og Burton 25.
Hull féll úr Úrvalsdeildinni í fyrra, endaði í 18. sæti en var ekki langt frá því að bjarga sér með portúgalan Marco Silva við stjórnvölinn, en hann tók við eftir að Mike Phelan var rekinn í janúar 2017. Silva hafði hins vegar ekki áhuga á að halda áfram með liðið og var þá ráðinn Rússinn Leonid Slutsky sem hafði getið sér gott orð sem þjálari CSKA Moskva og Rússneska landsliðisins. Honum gekk hins vegar illa að koma liðinu í gang í haust og var að lokum rekinn núna í desember. Í stað hans var ráðinn Nigel Adkins sem áður hefur þjálfað Southampton, Reading og Sheffield Utd. Liðið hefur aðeins rétt úr kútnum undir hans stjórn og vann t.d. góðan útisigur á Nottingham Forest í síðasta leik.
Með liðinu í dag eru ekki margir eftir sem létu með liðinu í Úrvalsdeildinni í fyrra. Þó eru þarna nokkur þekkt nöfn eins og miðjumennirnir Sebastian Larson og David Meyler og sóknarmaðurinn Abel Hernandez frá Uruguay. Þá lék miðjumaðurinn Rayan Mason með liðinu í fyrra, en hann lenti eins og við munum í samtuðinu hræðilega við Gary Cahill í janúar 2017 og hefur mú þurft að leggja skóna í hilluna vegna þessara meiðsla, mjög sorglegt.
Chelsea á að sjálfsögðu á vinna Hull á heimavelli en menn þurfa að mæta einbeittir til leiks hafandi það í huga að við höfum lent í miklu basli í bikarkeppnunum við neðri deildarlið á þessu tímabili eins og t.d. úrslitin gegn Norwich sína. Svo munum við öll eftir hörmungarframmistöðunni gegn Bradford á Stamford Bridge hérna fyrir nokkrum árum.
Chelsea þarf að keyra upp tempóið frá fyrstu mínútu og ná inn marki á fyrstu 10-15 mínútunum. Slíkt myndi taka mikinn mátt úr gestunum og eftirleikurinn yrði líkast til auðveldur. Ef þetta verður eitthvað ströggl mun sjálfstraust Hull-mann aukast með hverri mínútunni. Reynum að forðast allt svoleiðis bull.
Mín spá: 3-1 sigur, Giroud opnar markareikning sinn fyrir okkar menn.
KTBFFH