top of page
Search

Heimsókn til Big Sam og Gylfa


Í dag mun Chelsea mæta Everton í hádegisleik Ensku Úrvaldeildarinnar. Síðasti leikur

Leikurinn gegn Bournemouth í miðri viku var sérstakur. Conte hélt sig við að gefa leikmönnum sem hafa lítið spilað tækifæri í Deildarbikarnum, þannig voru þeir Ampadu, Kenedy og Caballero í byrjunarliðinu. Chelsea stillti engu að síður upp nokkuð sterku liði. Það verður að segjast að áhugastig leikmanna Chelsea var ekki mikið í þessum leik og var frammistaðan eftir því. Á löngum köflum í seinni hálfleik voru Bournemouth með öll völd á vellinum og komust okkar menn varla fram yfir miðju. Conte ákvað þá að henda Hazard, Morata og Bakayoko inn í leikinn en það skánaði ekki mikið. Bournemouth jafnaði verðskuldað undir lok leiksins en á meðan þeir voru enn að fagna náðu Hazard og Morata að sprengja upp vörn gestanna og sá síðarnefndi að pota inn marki. Að mínu viti er lærdómurinn úr þessum leik að Fabregas og Drinkwater spili ekki aftur saman á miðri miðjunni í bráð, nema að N'Golo Kanté sé þá með þeim, þeir voru báðir mjög hægir og réðu engan veginn við miðjuna hjá Bournemouth, sem nota bene eru engir afburðafótboltamenn.

Chelsea dróst svo gegn Arsenal í undanúrslitunum og verður spilað heima og að heiman í janúar.

Leikurinn framundan

Leikurinn á morgun verður sá þriðji sem Chelsea spilar gegn Everton á þessu tímabili. Chelsea spilaði gegn Everton þann 27. ágúst í Úrvalsdeildinni. Þann leik unnum við nokkuð örugglega 2-0 með mörkum frá Morata og Fabregas. Þá var Everton búið að byrja tímabilið frekar illa og Ronald Koeman að reyna púsla saman þeim leikmönnum sem hann hafði keypt fyrir stórfé í sumarglugganum. Svo mættust liðin aftur í Deildarbikarnum í lok október, þann leik vann Chelsea 2-1 með mörkum frá Rudiger og Willian.

Everton losaði sig fljótlega Koeman og réðu þá David Unsworth til bráðabirgða. Eftir dágóðan tíma réðu þeir svo sjálfan Sam Allardyce a.k.a. Big Sam. Hvað sem fólki kann að finnast um aðferðir Big Sam, þá hefur hann blásið heilmiklu lífi í lið Everton, þeir hafa unnið 4 af síðustu 5 leikjum sínum og eru í 9.sæti deildarinnar, bara 6 stigum á eftir Spurs sem eru í 7. sæti (varð bara að koma því að). Þannig núna erum við að mæta liði sem eru mikilu skriði, Wayne Rooney hefur verið frábær í undanförnum leikjum og er að spila á miðri miðjunni. Gylfi Þór hefur verið að spila betur með hverjum leiknum og skoraði m.a. glæsimark gegn Swansea s.l. mánudag. Þessi leikur verður mjög erfiður.

Chelsea

Ég ætla að spá byrjunarliði Chelsea svona:


Eins frábært og það var að sjá Alvaro Morata skora sigurmarkið gegn Bournemouth þá var það dýru verði keypt, sá spænski fagnaði markinu með því að setja boltann undir treyjuna þar sem hann á von á erfingja. Eitthvað fór þetta í taugarnar á nokkrum leikmönnum Bournemouth sem reyndu að ná boltanum af Morata sem þá lenti í orðaskaki við þessa sömu menn. Þetta endaði með gulu spjaldi á Morata og leikmann Borunemouth. Morata fékk þarna sitt 5 gula spjald og er kominn í bann. Rosalega fúlt.

Þetta þýðir að "litla" tríóið okkar byrjar frammi líkt og gegn Southampton og Huddersfield. Tölfræðin segir okkur að Chelsea vinni alla leiki sem þessir þrír byrja saman frammi svo við vonum að það verði áfram raunin. Ég geri ekki ráð fyrir að Batshuayi fái tækifæri, hann var mjög slakur í síðasta leik.

Þar sem Fabregas spilaði allan síðasta leik er líklegt að Bakayoko byrji með Kanté á miðjunni og Moses og Alonso verða í vængbakvörðunum. Aftasta línan verður svo líklega Christensen, Azpi og Cahill.

Þessi leikur verður líklega svipaður og leikurinn gegn Southampton, í þannig leik er gríðarlega mikilvægt að skora fyrst og geta þannig tekið "control" á leiknum. Big Sam lætur liðið sitt spila í góðu skipulagi og það sást um daginn þegar Everton lék gegn Liverpool, það verður því erfitt að brjóta þá niður. Þeir hafa svo aftur á móti leikmenn í sínu liði sem geta búið til mark upp úr engu og eru með Gylfa í föstum leikatriðum. Okkar menn eru samt á góðu skriði og vonandi sjáum við Pedro, Hazard og Willian flæða vel saman í fremstu víglínu, það ætti að gefa öllum varnarmönnum góðan höfuðverk.

Ég spái okkur 2-1 sigri þar sem Hazard skorar sigurmarkið.

Jólakveðja,

KTBFFH


bottom of page