top of page
Search

Heimsókn til Huddersfield


Það er skammt stórra högga á milli en í kvöld heimsækja okkar menn John Smith völlinn í Huddersfield. Eftir afleitan tapleik gegn West Ham á laugardag þar sem flestir leikmenn virkuðu þreyttir og illa upp lagðir er nokkuð ljóst að menn verða að taka sig saman í andlitinu og skila betri frammistöðu. Þetta verður hins vegar alls ekki auðveldur leikur þó um nýliða sé að ræða því þetta Hudderfield lið hefur staðið sig frábærlega á heimavelli á leiktíðnni, unnið 4 leiki m.a. Man. Utd. og einungis tapað fyrir Tottenham og Man. City og það naumlega 2-1 eftir að hafa komist yfir. Þeir unnu Brighton örugglega á laugardag 2-0 og átti sá sigur að vera mun stærri. Liðið fær fá mörk á sig á heimavelli og er mjög agað þar enda með mjög spennandi þjálfara, David Wagner að nafni.

Ég spái byrjunarliði Chelsea svona:


Þegar þetta er skrifað liggur fyrir að Morata verður ekki með í kvöld vegna bakmeiðsla og þreytu að sögn Conte. Eðlilegast væri að Batshuayi fengi sénsinn frammi en þó hefur nokkur twitter umræða verið að Conte ætli að spila með Pedro, Willan og Hazard saman þrjá frammi. Þetta er auðvitað bara orðrómur sem ég vona að sé ósannur. Drinkwater og Luiz eru víst klárir og ég held að það megi búast til talsverður breytingum á liðinu, menn eins og Rudiger, Petro og Willan eru líklegir til að koma inn í liðið. Chelsea á eftir að leika 6 leiki fram að áramótum og það er nausynlegt að koma í veg fyrir að menn verði alveg bensínlausir eins og raunin varð á móti West Ham á laugardag.

Chelsea fer inn í þennan leik með bakið upp við vegg eftir tapið gegn West Ham. Í raun má segja að við höfum séð algert skólabókardæmi um það hvernig á að verjast Chelsea og það þegar okkar bestu menn eru ekki að eiga sinn besta dag. West Ham mætti okkur með mjög lága varnarblokk sem voru tvær mjög þéttar línur. Þeir gáfu í raun bara pláss á vængjunum þar sem okkar menn reyndu látlaust að dæla boltanum fyrir. West Ham voru bæði með hæð og styrk til þess að verjast þeim fyrirgjöfum og því fór sem fór.

Chelsea þarf að koma með allt annað upplegg í þennan leik og mega ekki láta lið þvinga sig í svona spilamennsku - við verðum að spila okkar leik og taka sénsa. Boltinn verður að ganga miklu hraðar og menn verða að vera tilbúnir að taka menn á og þora að taka ábyrgð í sókninni, ekki bara bíða og vona að Hazard bjargi málunum. Svo verðum við að fara byrja leiki almennilega, fullkomlega óþolandi að gefa andstæðingnum trekk í trekk forgjöf upp á eitt mark. Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn en spái þó 1-0 sigri okkar manna.


bottom of page