Nokkrar pælingar um leikinn gegn Spurs:
Conte sýndi enn og aftur hversu taktískt sterkur stjóri hann er. Þessi nýja uppstilling var vissulega varnarsinnuð en að sama skapi hún mjög vel „drilluð“ og greinilega búið að teikna upp allar helstu sóknartilfærslur Tottenham í leiknum. Spurs voru ekki mikið að opna vörnina okkar og Courtois þurfti aldrei að verja galopið dauðafæri. Höfum líka í huga að markið sem þeir „skora“ var sjálfsmark.
David Luiz var algert skrímsli í þessum leik. Setti taktinn snemma leiks með flottri tæklingu og braut niður hverja sóknina á fætur annari – hann átti líka risavaxinn þátt í sigurmarkinu.
Marcos Alonso er með einn besta vinstri fótinn í deildinni. Þvílík aukaspyrna – þvílík gæði.
Kante var Kante í þessum leik. Hann vann 6(!) tæklingar í leiknum og var að taka 80 metra spretti í uppbótartíma – hvað borðar þessi gaur í morgunmat?
Timoue Bakayoko fær eitt risavaxið hrós. Ekki endilega fyrir frammistöðuna, heldur fyrir að klára 90 mínútur í mjög erfiðum leik og gera Conte kleyft að teikna upp leikáætlun sína. Bakayoko sýndi samt flottar rispur í leiknum, hann mun verða hörkuleikmaður fyrir Chelsea.
Andreas Christansen lítur afskaplega vel út. Gerði ein mistök snemma leiks en var algerlega frábær eftir það. Hversu oftvar hann mættur í hjálparvörnina og blokkaði skot/sendingar? Hann virðist kunna þessa stöðu fullkomlega sem mun reynast okkur dýrmætt.
Morata strögglaði í leiknum. Tottenham liðið er með eina allra bestu vörnina í deildinni og Morata var mjög einangraður stóran hluta leiksins – hans hlutverk að loka sendingarleiðum og reyna halda boltanum uppi þegar færi gafst, það gekk upp og ofan. Morata á bara eftir að verða betri í þessum þáttum, hann hefur sjaldan spilað álíka leik og þennan þar sem Real Madrid og Juventus liggja ekki oft svona aftarlega eins og Chelsea gerði í þessum leik.
Chelsea var ekki betra liðið í leiknum. Við unnum hann samt og það án sterkra lykilmanna. Thierry Henry orðaði það vel í útsendingu á Sky sjónvarpsstöðinni: „A lion is always a lion – Don‘t wake up the lion.“ – Við skulum vona að okkar menn séu vaknaðir og til í slaginn.
Leikmannaglugginn
Það styttist í að skelt verði í lás á leikmannamarkaðinum. Chelsea hefur enn ekki bætt við leikmanni frá því við keyptum Alvaro Morata þann 21. júlí sl. Það er heill her af leikmönnum sem eru orðaðir við liðið. Þegar þetta er skrifað er líklegast að Candreva og Drinkwater verði næstu kaup félagsins. Orðrómarnir um Chamberlain, Alex Sandro, van Dijk, Barkley og Krychowiak halda samt áfram að birtast. Að mínu viti á að vera í algerum forgangi að kaupa vængbakverði og miðjumann. Það má ansi lítið út af bregða í þessum stöðum eins og staðan er í dag, í raun eigum við engin „cover“ fyrir Alonso og Moses að undanskildum Azpilicueta sem mér finnst ekki valda þeirri stöðu nægilega vel. Ég er afskaplega hrifinn af Alex Oxlade-Chamberlain því hann getur í raun leyst af hólmi báðar vængbakvarða stöðurnar auk þess sem hann getur spilað inni á miðjunni. Ég myndi vilja sjá okkur koma með alvöru tilboð í kauða, eitthvað sem fær Wenger og félaga til að hugsa málin.
Bæti hér að lokum við tenglum að áhugaverðu lesefni um okkar ástkæra félag:
https://weaintgotnohistory.sbnation.com/2017/8/21/16180662/tiemoue-bakayoko-chelsea-debut-positive-impressions-verdict-promise - Joe Tweedie með frábæra grein um Bakayoko
http://www.telegraph.co.uk/football/2017/08/21/chelsea-ready-wait-virgil-van-dijk-step-transfer-activity-window/ - Matt Law með fína greiningu á leikmannamarkaðinum hjá Chelsea
http://www.espnfc.co.uk/club/chelsea/363/blog/post/3185106/chelsea-proves-doubters-wrong-with-emphatic-spurs-win - Mark Worrall segir að Chelsea hafi bitið frá sér með sigrinum á Spurs
https://www.standard.co.uk/sport/football/who-needs-alex-sandro-or-danny-rose-when-chelsea-have-marcos-alonso-a3616336.html - Simon Johnson hjá Evening Standard segir Chelsea ekki þurfa á Alex Sandro að halda – þeir hafi Marcos Alonso
https://www.theplayerstribune.com/arjen-robben-bayern-munich-letter-to-my-younger-self/ - Frábær grein eftir Arjen Robben þar sem hann skrifar bréf til hins 16 ára gamla Arjen Robben. Talar mikið um tíma sinn hjá Chelsea, Terry og Mourinho.
KTBFFH